Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Drög að stefnu um farsæld barna

By 10. mars 2025No Comments

ÖBÍ fagnar allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna, jafnt fatlaðra og ófatlaðra. Fötluð börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hafa í huga þegar unnið er að stefnu um farsæld barna.

Þó svo að lífskjör og þátttaka fatlaðra barna í íslensku samfélagi hafi tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi þá skortir enn talsvert upp á að fötluð börn eigi sama val og ófatlaðir jafnaldrar þeirra á ýmsum sviðum, til að mynda í skólum landsins, tómstundum, íþróttum, félagsstarfi og út í samfélaginu almennt.

Til að tryggja áframhaldandi árangur og framþróun í málefnum fatlaðra barna verða allir hlutaðeigandi aðilar að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og ryðja braut til frekari framfara. ÖBÍ hvetur þess vegna að til þess að sérstaklega verði hugað að réttindum fatlaðra barna þegar unnið er að stefnu um farsæld barna og að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður hafður að leiðarljósi í þeirri vinnu.

Virðingarfyllst,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna
Mál nr. S-50/2025. Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 10. mars 2025