Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Efling barnamenningar

By 31. janúar 2023febrúar 1st, 2023No Comments

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar fyrir árin 2024-2028.

ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) taka undir og styður tillöguna til þingsályktunar, enda mikilvægt að stuðla að framboði af menningu og listum fyrir börn og unglinga.

Samkvæmt 2. mgr. 31. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins ber aðildarríki að virða og efla rétt barns til þess að taka fullan þátt í menningar- og listalífi, og stuðla að því að jöfn tækifæri og viðeigandi aðlögun séu veitt barni til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. ÖBÍ vill árétta mikilvægi þess að búið verði þannig um hnútana að öll börn geti verið virkir þátttakendur í íslensku menningarlífi óháð fötlun eða efnahag foreldra. Samkvæmt 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks (SRFF) sem Ísland er aðili að ber aðildarríki að viðurkenna rétt fatlaðs fólks til þess að taka þátt í menningarlífi til jafns við aðra.

Málefni fatlaðra barna jafnt og ófatlaðra barna eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Umsögn ÖBÍ, 31. janúar 2023. Mál nr. 9/2023 Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar fyrir árin 2024-2028. Forsætisráðuneytið.

Sjá nánar á Samráðsgátt stjórnvalda