Skip to main content
Málefni barnaMenntamálUmsögn

Frumvarp til laga um námsgögn

By 25. mars 2024No Comments

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um námsgögn, mál nr. 74/2024.

ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) styðja ofangreint frumvarp til laga um námsgögn. ÖBÍ fagnar því að samkvæmt frumvarpinu verða námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum gjaldfrjáls vegna náms barna að 18 ára aldri.

Málefni allra barna, jafnt fatlaðra og ófatlaðra eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Frumvarp til laga um námsgögn
Mál nr. S-74/2024. Mennta- og barnamálaráðuneytið. [Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála] Umsögn ÖBÍ, 25. mars 2024