Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra

By 4. desember 2023desember 5th, 2023No Comments

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka (ÖBÍ) um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíð og umgjörð þeirra.

ÖBÍ fagnar og tekur undir þingsályktunina. Öll börn eiga að hafa aðgang að skólamáltíðum óháð fjárhagsstöðu forráðamanna þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að endurgjaldslausar skólamáltíðir og bætt næring hefur jákvæð áhrif á námsárangur, heilsu og dregur úr ójöfnuði meðal barna.

Skólamáltíð er mótandi vettvangur þar sem unnt er að fyrirbyggja óæskilegar matarvenjur og draga þannig úr heilsufarsvandamálum tengdum óæskilegum matarvenjum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun má rekja aukna offitu barna m.a. til aukinnar neyslu orkuríkrar á fæðu sem er rík af fitu og sykri.

Mikilvægt er að huga að forvörnum með stefnumótun á vettvangi skólans og ná þannig til foreldra og barna. Þannig er hægt að vinna að því að hafa áhrif á matarsiði barna, upplýsa þau og stuðla að jákvæðu hugarfari gagnvart heilsusamlegri fæðu.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ – réttindasamtaka


Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra
402. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 4. desember 2023