Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

By 27. maí 2024No Comments

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).

Í frumvarpinu er lagt til að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði framlög til sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða og er markmið frumvarpsins að draga úr fátækt meðal barna. Málefni allra barna, jafnt fatlaðra og ófatlaðra eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna. ÖBÍ styður frumvarpið og vonar að það verði samþykkt.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Tekju­stofnar sveitar­félaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir)
1114. mál, lagafrumvarp. [stjórnarfrumvarp iðnaðarráðherra].
Umsögn ÖBÍ, 27. maí 2024