Skip to main content
HeilbrigðismálMálefni barnaUmsögn

Gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn

By 22. mars 2023mars 23rd, 2023No Comments

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn, 104 mál.

ÖBÍ – réttindasamtök taka heilshugar undir að tannréttingar barna verði að fullu gerðar gjaldfrjálsar Núverandi greiðsluþátttökukerfi vegna tannréttinga felur í sér að bæði fötluðum börnum og ófötluðum börnum er mismunað eftir efnahag foreldra/forsjáraðila. Tannréttingar barna eru hluti af heilsufari barna og lýðheilsu og sé tannréttingum ekki sinnt getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigði og sjálfsmynd barns.

Stjórnvöldum ber að tryggja jafnt aðgengi barna að nauðsynlegri tannlæknaþjónustu.

7. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er skýr um það að aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þss að tryggja að fötluð börn fái notið mannréttinda og grundvallarfrelsis til fulls og jafns við önnur börn.
Jafnframt er áréttað í 25. gr. samningsins að aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu og einnig ber stjórnvöldum skylda til að sjá fötluðu fólki fyrir heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Bára Brynjólfsdóttir, lögfræðingur ÖBÍ


Gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn. 104. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 22. mars 2023