Skip to main content
Málefni barnaMenntamálUmsögn

Grunnskólar (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla)

By 15. mars 2023mars 17th, 2023No Comments

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 128. mál.

Í frumvarpinu er lögð til breyting á 1. mgr. 43. gr. b grunnskólalaga nr. 91/2008 er fjallar um fjárframlög úr sveitarsjóði til sjálfstætt rekinna grunnskóla. Lagt til að lögbundin lágmarksframlög úr sveitarsjóði til sjálfstætt rekinna grunnskóla verði hækkuð úr 75% í 90% af vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands. Jafnframt er gert ráð fyrir að hlutfallið hækki úr 70% í 85% fyrir hvern nemanda umfram 200.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að markmiðið með þessum breytingum er að jafna stöðu foreldra óháð því hvort þeir sendi börn sín í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af sveitarfélagi. Með frumvarpinu er verið að leitast við því veita öllum foreldrum möguleika á að velja þann skóla sem þeim finnst við hæfi með þarfir barnsins að leiðarljósi óháð rekstrarformi skóla, efnahag eða öðrum atvikum.

ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) taka undir með þeim breytingum sem stuðla að jöfnuði og koma í veg fyrir mismunun. Málefni barna eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld allra barna.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Grunnskólar (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla). 128. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 15. mars 2023