
Pexels / Pavel Danilyuk
Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (námsmat), mál nr. 97, 156. löggjafarþing. Um er að ræða frumvarp sem áður var lagt fram á 155. löggjafarþingi (272. mál) en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið er nú endurflutt með fáeinum breytingum.
Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að sérstaklega verði að gæta jafnréttis gagnvart m.a. fötluðum nemendum og er frumvarpinu m.a. ætlað til að tryggja rétt fatlaðra barna til náms og er því til stuðnings vitnað í greinar barnasáttmálans og ákvæðis í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þessu fagnar ÖBÍ.
Virðingarfyllst,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ réttindasamtaka
Grunnskólar (námsmat)
97. mál, lagafrumvarp.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Umsögn ÖBÍ, 3. mars 2025