Skip to main content
Umsögn

Mál nr. 118-2021. Umsögn ÖBÍ um drög að frumvarpi til laga um sorgarleyfi

By 15. júní 2021No Comments

Félagsmálaráðuneytið
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík

Reykjavík 10. júní 2021

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um drög að frumvarpi til laga um sorgarleyfi, mál nr. 118/2021.

ÖBÍ fagnar frumvarpsdrögunum og telur það jákvætt skref að tryggja eigi foreldrum svigrúm til að syrgja barn sitt og aðlagast breyttum aðstæðum.

ÖBÍ bendir á að tryggja þarf réttindi ýmissa hópa t.d. foreldra fatlaðra barna sem hafa sinnt umönnun barna sinna og fatlaðra námsmanna sem vegna fötlunar geta ekki stundað fullt nám eða hafa veikst og af þeim orsökum ekki getað uppfyllt þann námsárangur sem krafist er í þessum lögum.

ÖBÍ hvetur til þess að málið fá skjóta afgreiðslu.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður Öryrkjabandalags Íslands

Þórdís Viborg
verkefnastjóri ÖBÍ