Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Ókeypis fræðsla og þjálfun foreldra barna með ADHD

By 23. mars 2023mars 27th, 2023No Comments
Lína langsokkur

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um ókeypis fræðslu og þjálfun foreldra barna með ADHD, þskj. 356, mál 344.

Mikilvægt er að allir sem koma að máli barns með ADHD hafi þekkingu á einkennum og afleiðingum ADHD. Uppeldi barna og unglinga með ADHD er oft krefjandi og því er nauðsynlegt að foreldrar fái fræðslu um ADHD og þjálfun í heppilegum uppeldisaðferðum til að barnið mæti skilningi í nánasta umhverfi sínu. Málefni fatlaðra barna jafnt og ófatlaðra barna eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna.

Með hliðsjón af þessu styður ÖBÍ þingsályktunartillöguna og vonast til þess að hún verði samþykkt.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur


Ókeypis fræðsla og þjálfun foreldra barna með ADHD. 344. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 23. mars 2023