Skip to main content
HeilbrigðismálUmsögn

Reglugerð um leyfi til notkunar lyfja af mannúðarástæðum

By 28. febrúar 2023mars 1st, 2023No Comments

ÖBÍ – réttindasamtök taka heilshugar undir umsögn MND á Íslandi um reglugerðina sem hér er til umsagnar og binda miklar vonir við að tekið verði fullt tillit til þeirra breytinga sem félagið leggur til.

Umsögn um drög að reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum, mál nr. 15/2023.

ÖBÍ – réttindasamtök fagna því að til standi að setja reglugerð um leyfi til notkunar lyfja af mannúðarástæðum í samræmi við 13. gr. lyfjalaga nr. 100/2020. Brýnt er að þær mikilvægu umbætur sem í reglugerðinni felast nái fram að ganga sem allra fyrst. Þar sem megin tilgangur þessarar reglugerðar er að flýta í mannúðarskyni aðgengi sjúklingahóps, sem reglugerðin tiltekur, að lyfjum sem hugsanlega geta komið að gagni við sjúkdómi þeirra telja ÖBÍ – réttindasamtök brýnt að með reglugerðinni sé leitast við að koma í veg fyrir allar óþarfa tafir sem gætu orðið á því ferli sem reglugerðin tiltekur.

Að öðru leyti taka ÖBÍ – réttindasamtök heilshugar undir umsögn MND á Íslandi um reglugerðina sem hér er til umsagnar og binda miklar vonir við að tekið verði fullt tillit til þeirra breytinga sem félagið leggur til.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingafyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Bára Brynjólfsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Drög að reglugerð um notkunar mannalyfja af mannúðarástæðum. Umsögn ÖBÍ, 28. febrúar 2023.
Mál nr. 15/2023. Heilbrigðisráðuneytið.