
ÖBÍ réttindasamtök (ÖBÍ) fagna öllum breytingum sem eru til þess fallnar að auka öryggi og aðgengi sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Samfella í sjúkraskrám og miðlægt lyfjakort eru mikilvæg skref í þá átt og mikilvægt að haldið sé áfram að auka skilvirka notkun upplýsinga innan kerfisins.
ÖBÍ hvetur til þess að öll stafræn þróun taki mið af þörfum notenda, bæði innri og ytri notenda, á stafrænu aðgengi og að allar lausnir uppfylli alþjóðlega staðla svo gögn séu raunverulega aðgengileg fyrir fatlað fólk sem starfar innan kerfanna og sjúklingahópa.
Auk þess er mikilvægt að hafa í huga að kostnaður í heilbrigðiskerfinu er nú þegar mjög íþyngjandi fyrir fatlað fólk og lífeyristaka og mikilvægt að öll gjaldtaka sé hófleg og veitt sé niðurfelling eða afsláttur fyrir þau.
Ekkert um okkur án okkar!
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtak
Rósa María Hjörvar
stafrænn aðgengisfulltrúi ÖBÍ réttindasamtaka
Sjúkraskrár (ýmsar breytingar)
258. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 16. maí 2025