Skip to main content
HeilbrigðismálUmsögn

Sjúkratryggingar (tannheilbrigðisþjónusta fyrir börn, aldraða og öryrkja)

By 4. apríl 2024No Comments

ÖBÍ réttindasamtök styðja breytingu á lögum sem yrði til þess að tryggja öllum börnum, öldruðum og örorkulífeyrisþegum jafnt aðgengi að tannheilbrigði. Eins og fram kemur í greinargerð þá kemur sífellt betur í ljós hversu mikilvægt tannheilbrigði er fyrir líkamlega og andlega heilsu, auk þess sem frestun á tannheilbrigðisþjónustu getur haft alvarlegar varanlegar afleiðingar. ÖBÍ fagnar því gagnsæi sem þessi breyting myndi hafa í för með sér, þar sem enginn vafi myndi leika á því hverjir ættu rétt á þjónustunni.

Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt málefni fyrir jafnt fatlað fólk sem ófatlað og styður ÖBÍ því allar breytingar sem stuðla að auknum jöfnuði.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtaka

Rósa María Hjörvar
verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka


Sjúkratryggingar (tannheilbrigðisþjónusta fyrir börn, aldraða og öryrkja)
129. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 4. apríl 2024