Skip to main content
HeilbrigðismálUmsögn

Þjóðarmarkmið um fastan heimilislækni og heimilisteymi

By 1. desember 2023júní 6th, 2024No Comments

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um þjóðarmarkmið um fastan heimilislækni og heimilisteymi. 19. mál.

ÖBÍ – réttindasamtök taka heilshugar undir mikilvægi þess að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi á heilsugæslu. Brýnt er að heildarendurskoðun fari fram á þjónustu heilsugæslustöðva, sérstaklega í ljósi þess að fjárlög fyrir bæði árin árin 2023 og 2024 gera ráð fyrir að færa mikið af heilbrigðisþjónustu undir heilsugæsluna.

ÖBÍ fagnar því jafnframt að stefnt sé að því að föst tenging verði við heilbrigðiskerfið um land allt og að starfsaðstæður í heilsugæslunni verði bættar. Mikill skortur er á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og því brýnt að sérstaklega verði skoðað hvernig unnt er að bæta heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Bára Brynjólfsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Þjóðarmarkmið um fastan heimilislækni og heimilisteymi
19. mál, þingsályktunartillaga.
Umsögn ÖBÍ, 1. desember 2023