Skip to main content
Umsögn

um heilbrigðismál

By 12. janúar 2018No Comments
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu.

Stefna þarf að gjaldfrjálsri heilbrigðis- þjónustu, fyrst fyrir börn, langveika og öryrkja. Nú eru í gildi greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og fyrir heilbrigðisþjónustu, en sameiginleg greiðsluþök þeirra eru alltof há. Þau þarf að lækka hið fyrsta. Þar fyrir utan leggst margvíslegur annar kostnaður á sjúklinga. Þar má nefna sálfræðiþjónustu, ferðakostnað innanlands, tannlækna- þjónustu, tæknifrjóvganir og næringarráðgjöf sem þarf að setja undir greiðsluþak, og tryggja að gjaldskrár um endurgreiðslur vegna heilbrigðiskostnaðar, s.s. tannlækna- þjónustu, séu uppfærðar árlega m.t.t. launavísitölu og breytingu á vísitölu neysluverðs.