Skip to main content
Umsögn

Umsögn ÖBÍ um drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis (12. desember 2018)

By 24. júní 2019No Comments
Lógó ÖBÍ á bréfsefniVelferðarráðuneytið
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík
 
 
Reykjavík, 12. desember 2018 

 

Umsögn ÖBÍ um drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis

Drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis voru til umsagnar á samráðsgáttinni til 28. nóvember sl. Ekki náðist að senda umsögn í nóvember, en þar sem undirrituð, f.h. Öryrkjabandalag Íslands, telur mjög mikilvægt að ábendingum bandalagsins við drögin berist velferðarráðuneytinu og komi inn í og hafi áhrif á áframhaldandi vinnu að leiðbeinandi reglum. Örorkulífeyrisþegar eru líklega alls staðar stærsti einstaki hópurinn greindur eftir atvinnustöðu sem sækja um félagslegt húsnæði, sbr. tölur frá Reykjavíkurborg um greiningu á biðlista.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna mats á áhrifum tekna.Gerð er alvarleg athugasemd við tekjumörkin sem samkvæmt drögunum á að miða rétt til félaglegs íbúðarhúsnæðis úthlutunar við. Tekjumörkin er mun lægri en tekjumörk skv. 6. gr. reglugerðar nr. 555/2016 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir og í reglugerð nr. 1042/2013 um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum. 

 

Tekjumörk á ári, samanburður.

Fjöldi heimilismanna

Drög að leiðbeinandi reglum

6.gr. reglugerðar nr. 555/2016*

23 gr. reglugerðar nr. 1042/2013**

1

3.622.600 kr.

5.105.000 kr.

4.749.000 kr.

2

4.791.180 kr.

7.148.000 kr.

6.649.000 kr.

3

5.609.187 kr.

 

 

4 eða fleiri

6.067.620 kr.

 

 

*Tekjumörkin 7.148.000 kr. eru fyrir hjón/sambúðarfólk. Fyrir hvert barn/ungmenni upp að 20 ára aldri sem býr á heimilinu bætist 1.276.000 kr. við tekjumörkin. Síðast uppfært 29. nóvember 2017

**Tekjumörkin 4.749.000 kr. eru fyrir hvern íbúa. Við þá fjárhæð bætast 1.187.000 kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunartekjur hjóna og sambúðarfólks skulu vera 40% hærri en hjá einstaklingi, þ.e. að hámarki 6.649.000 kr. Upphæðirnar voru síðast uppfærðar árið 2016.

 Óskertur örorkulífeyrir árið 2018 fyrir þann sem býr einn og fær greidda heimilisuppbót er 3.696.120 kr. á ári. Tekjumörkin samkvæmt drögunum sem hér eru til umsagnar eru enn lægri eða 3.622.600 kr., sem myndi gera verkum að örorkulífeyrisþegar með engar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga eru yfir tekjumörkum fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Auk þess vantar í leiðbeinandi reglur ákvæði um að fjárhæðirnar verði uppfærðar reglulega.

Telur Öryrkjabandalagið því afar mikilvægt að tekjuviðmið hinna nýju leiðbeinandi reglna verði a.m.k. í samræmi við aðrar reglugerðir um húsnæðismál, leiðréttar fyrir verðlagi. 

Óviðunandi er að örorkulífeyrisþegar og fatlað fólk sem lifa þarf á lágmarksframfærslu sé sett í þá stöðu að geta ekki sótt um félagslegt leiguhúsnæði. 

Leiðbeinandi reglur mega ekki hamla því að fólk geti notið félagslegra réttinda á borð við það að hafa húsaskjól. Lágmarkslaun einstaklings nægja ekki til þess að greiða leigu á almennum markaði og sjá sér farborða, það vita allir.

 

Ekkert um okkur án okkar

f.h. ÖBÍ
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ