Skip to main content
Umsögn

Umsögn ÖBÍ um menntastefnu til ársins 2030, mál nr. 60-2020

By 15. maí 2020No Comments
Mennta-og menningarmálaráðuneytið
Sölvhólsgötu 4,

101 Reykjavík

Reykjavík, 13. mars 2020

Efni: umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030, mál nr. 60/2020.

Afar mikilvægt er að stjónvöld setji skýra stefnu í menntamálum. ÖBÍ fagnar því að í tillögunni sé tekið fram að allir eigi að hafa jöfn tækifæri til náms því allir geti lært og allir skipta máli, það á að vera leiðarljósið í menntamálum á Íslandi. 

Gleðilegt er að tekið sé mið af alþjóðlegum sáttmálum, samningum og skuldbindingum og eru Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sérstaklega nefnd. ÖBÍ harmar að ekki sé minnst á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks því sérstaklega þarf að huga að stöðu og tækifærum fatlaðs fólks.

Fram kemur að stefnan sé mótuð með aðkomu fjölmargra aðila úr skólasamfélaginu. Augljóst er að við gerð menntastefnunar gleymdist að hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks því einungis eru fatlaðir nemendur nefndir á einum stað í stefnunni. Í ljósi þess óskum við eftir vinnufundi með höfundum menntastefnunar til að bæta við áherslum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og koma með ábendingar um hvernig menntastefnan gæti mótað skýrari stefnu um réttindi og tækifæri allra til náms. 

Ekkert um okkur án okkar.

 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
Formaður ÖBÍ