Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Alþjóðadagur MS – sumarhátíð, glens og gaman 31. maí

31.05.2023 @ 15:00 - 17:00

MS-félag Íslands blæs til sumarhátíðar á Sléttuvegi 5 þann 31. maí kl. 15-17 í tilefni af alþjóðadegi MS. Þetta er í 15. skiptið sem við höldum upp á alþjóðadaginn en hann er á vegum MSIF, alþjóðasamtaka MS-félaga.

Þema dagsins er tengsl og mikilvægi þeirra og er helsta markmiðið með alþjóðadeginum að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu.

Við ætlum að styrkja tengslin og hittast og gera okkur glaðan dag á sumarhátíðinni en þar verður skemmtun og veitingar fyrir alla fjölskylduna.

Þá verður vegglistaverk sem þrjár listakonur með MS gera á gafl hússins okkar á Sléttuveginum afhjúpað.

Glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna, hoppukastaliandlitsmálningpylsur og Emmessís gefur öllum ís!

Kl. 15:00 Sumarhátíðin sett
Kl. 16:00 Einar Aron töframaður skemmtir
Kl. 16:30 Eyþór Ingi tekur nokkur lög

Upplýsingar

Dagsetning:
31.05.2023
Tími:
15:00 - 17:00
Viðburðir Flokkur:

Skipuleggjandi

MS félagið

Vettvangur

Sléttuvegur 5