Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

MS félagið býður í bíó

31.05.2023 @ 19:00 - 21:00

Í tilefni af alþjóðadegi MS býður MS-félag Íslands félögum og aðstandendum á sýningu heimildarmyndarinnar ‘The Art of Rebellion’ þann 31. maí, kl. 19:00 – 21:00 í sal 1 í Háskólabíó.

Heimildarmyndin fjallar um líf listakonunnar Lydia Emily en hún skapar einstaklega falleg og ögrandi vegglistaverk, er einstæð móðir tveggja stúlkna og fetar jafnframt grýtta slóð greiningar sinnar með MS-sjúkdóminn.

Að lokinni sýningu myndarinnar situr Lydia Emily fyrir svörum ásamt leikstjóranum Libby Spears.

Stikla úr myndinni

Nauðsynlegt er að panta miða hér:

https://forms.gle/Ch1Mga5CGHqHvpbj9

Í tengslum við sýningu myndarinnar mun Lydia Emily einnig taka þátt í sumarhátíð MS-félagsins og gera vegglistaverk á gaflinn á Sléttuvegi 5 ásamt listakonunum Maríu Pétursdóttur og Hrund Jóhannesdóttur, sem afhjúpað verður á sumarhátíðinni 31. maí.

Upplýsingar

Dagsetning:
31.05.2023
Tími:
19:00 - 21:00
Viðburðir Flokkur:

Skipuleggjandi

MS félagið

Vettvangur

Háskólabíó