Mennta- og barnamálaráðuneytið, forsætisráðuneytið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um lokaniðurstöður úttektar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á innleiðingu Barnasáttmálans á Íslandi í samstarfi við barnaréttindavaktina, umboðsmann barna og fulltrúa ýmissa ungmennaráða.
Málþingið fer fram mánudaginn 21. nóvember kl. 12:30–14:30 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi á Íslandi 1992 og var lögfestur árið 2013. Á málþinginu verða niðurstöðurnar kynntar og rætt um hvernig nýta megi þær til að gera Ísland að enn betri stað fyrir börn.
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=e91885a3-65b3-11ed-9bb2-005056bc4727&fbclid=IwAR1BOj2vECb3LQWgHiUGTBXzwnQ3duaaweJ2qS89J-uxJ62wlVi9Ko73Xoc