Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Fræðsluröð ÖBÍ: Hvernig geta öryrkjar verið sjálfstætt starfandi?

19. mars @ 13:00 - 16:00

Námskeið um eigin rekstur, skil á gjöldum og framtalsgerð.  Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig á að setja upp rekstrarreikning á grundvelli fyrirlyggjandi upplýsinga um tekjur og gjöld, svo að fylla út eyðablöð skattaframtals á grundvelli upplýsinga í rekstrarreikningi.

Fyrir hverja er námskeiðið: endurhæfingar- og örorkulífeyristaka.
Hvenær: miðvikudaginn 19. mars 2025 frá klukkan 13 til 16.
Hvar: Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42. Reykjavík (2 hæð).

Leiðbeinandi er Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Starfsmaður frá TR svarar spurningum varðandi áhrif atvinnutekna við útreikning örorkulífeyris.

Námskeiðslýsing:
Aðilar í eigin rekstri þurfa við gerð skattframtals að útbúa rekstrarreikning vegna starfsemi sem hefur að geyma upplýsingar um tekjur og gjöld á árinu. Hvað teljast tekjur er yfirleitt frekar einfalt en vandamálin snúa fremur að því hvaða kostnað má gjaldfæra á móti tekjum?

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Rekstur á eigin kennitölu, fyrir smáfyrirtæki (velta allt að 10-15 milllj.).
• Veltulágmarkið í virðisaukaskatti.
• Frádráttarbæran rekstrarkostnað. Hvað má ekki draga frá tekjum.
• Einka- og eignakostnað.
• Gerð rekstrarreiknings.
• Framtal til skatts (Eyðublöð 4.10 og 4.11). Einnig verður farið yfir önnur eyðublöð sem tilheyra einstaklingsrekstri (Eyðublöð 4.01, 4.03 og 4.05).

Skráning á námskeiðið er nauðsynleg og fer fram hér:

Námskeið fyrir ÖBÍ – Hringsjá

Rit- og táknmálstúlkun í boði.

Hægt verður að taka þátt á námskeiðinu í gegnum Zoom.

Fræðsluröð ÖBÍ. Námskeiðið er á vegum kjarahóps ÖBÍ og atvinnu- og menntahóps ÖBÍ.

Upplýsingar

Dagsetning:
19. mars
Tími:
13:00 - 16:00
Viðburðir Flokkur:

Skipuleggjandi

ÖBÍ réttindasamtök
Phone
530 6700
Email
obi@obi.is
Skoða Skipuleggjandi Vefsíðu

Vettvangur

Mannréttindahúsið
Sigtún 42
Reykjavík, Iceland
+ Google Map