
Vantar þig ný spariföt eða ertu með fullan fataskáp af fallegum flíkum sem þú ert ekki lengur að nota? Kíktu við í Fríbúðinni, Borgarbókasafninu Gerðubergi, þar sem hægt verður að skiptast á spari- og hátíðarfötum í desember.
Sett verður upp tímabundin fataslá í Fríbúðinni þar sem hægt er að hengja upp spariföt, hátíðarpeysur, hálstau og fleira fínt. Það sem einn hefur ekki lengur not fyrir getur verið algjör happafengur fyrir annan.
Nánari upplýsingar: FRÍBÚÐ | Skiptumst á sparifötum | Borgarbókasafnið