Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Kynning á nýrri meðferð við þunglyndi [Áhugavert @ Geðhjálp]

27.09.2022 @ 20:00 - 21:30

Heilaörvunarmiðstöðin (HÖM) er ný meðferðareining innan Geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þar er nú er veitt svokölluð TMS-meðferð við meðferðarþráu (unipolar) þunglyndi. TMS er skammstöfun á því sem á ensku nefnist Transcranial Magnetic Stimulation sem þýða mætti sem segulörvunarmeðferð á heila en meðferð beinist að afmörkuðu svæði heilans og hefur ekki bein áhrif á önnur líffærakerfi, ólíkt t.d. virkni margra lyfja.

TMS-meðferð er ekki ífarandi sem þýðir að meðferðin krefst hvorki svæfingar, deyfingar né skurðaðgerðar. Skjólstæðingur er vakandi meðan á meðferð stendur og getur haldið sína leið að meðferð lokinni. TMS-meðferð byggir á endurtekningu og krefst þess að skjólstæðingar mæti í meðferð alla virka daga vikunnar í fjórar til sex vikur. Sumir finna fljótt fyrir breytingu á líðan á meðan áhrifin koma seinna hjá öðrum.

Geðhjálp mun í vetur standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og kleinur og spjall að fyrirlestrunum loknum.

27. september kl 20:00 Kynning á nýrri meðferð við meðferðarþráu þunglyndi: TMS – Dagur Bjarnason geðlæknir

Upplýsingar

Dagsetning:
27.09.2022
Tími:
20:00 - 21:30
Viðburðir Flokkur:
Vefsíður:
https://gedhjalp.is/fraedsludagskra-gedhjalpar-veturinn-2022-2023/

Skipuleggjandi

Geðhjálp
Phone:
570 1700
Email:
gedhjalp@gedhjalp.is
Skoða Skipuleggjandi Vefsíðu

Vettvangur

Hlutverkasetur
Borgartún 1
Reykjavík, 105
+ Google Map
Skoða Vettvangur Vefsíðu