Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

,,Vörpum bláu ljósi á kennileiti og byggingar“ [Táknmálið sameinar okkur]

23.09.2022

Alþjóðadagur táknmála verður föstudaginn 23. september 2022. Talið er að um 200 mismunandi táknmál séu í heiminum. Í því tilefni hvetur Alheimssamtök heyrnarlausra WFD alla að fagna með því að varpa bláu ljósi á helstu kennileiti og byggingar til stuðnings baráttu fyrir táknmálinu. Á Íslandi er íslensk táknmál eina hefðbundna minnihlutamálið og því hvetjum við þig og ykkur að varpa bláu ljósi á föstudaginn til stuðnings íslenska táknmálinu.

Litakóðinn er #007EC4

Blái liturinn hefur verið notaður af Alheimssamtökunum frá stofnun þess, árið 1951 og er það tákn fyrir baráttu jafnréttis í samfélaginu.

Til að vekja athygli á framlagi þeirra sem hafa varpað bláu ljósi hvetjum við fólk að taka mynd eða myndband og birta það með myllumerkinu #IDSL og #BlueLight og merkja @Wfdeaf ásamt þeim sem tók af skarið og varpaði ljósinu.

Takk fyrir stuðninginn!

Upplýsingar

Dagsetning:
23.09.2022
Viðburðir Flokkur:
Vefsíður:
deaf.is