Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Góð hönnun er fyrir alla: Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina – skólar og leikskólar

25.01.2023 @ 12:15 - 13:30

Þriðja málstofa um aðgengi verður haldin miðvikudaginn 25. janúar kl 12:15 – 13:30 í arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands að Þverholti 11, fyrirlestrarsal A í kjallara.
Þátttaka er opin öllum.
Léttar veitingar í boði.
25. janúar
Aðgengismál fyrir yngri kynslóðina – skólar og leikskólar
Málstofa á vegum FILA + HMS + ÖBÍ réttindasamtaka
Erindi:
– Harpa Cilia mun taka fyrir heildræna nálgun og tala almennt um kröfur og lausnir
– Lísa Kjartansdóttir, innanhússarkitekt, munu ræða um aðgengi innanhúss í grunnskólum og leikskólum. Hún mun taka fyrir tvö dæmi, Stapaskóla í Reykjanesbæ og leikskólann Brákarborg Klöpp í Reykjavík.
Málstofur um aðgengi er liður í samstarfi um upplýsingagjöf um algilda hönnun.
Þann 5. maí s.l. var undirrituð samstarfsyfirlýsing ÖBÍ réttindasamtaka, Arkitektafélags Íslands (AÍ), Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félags húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélags Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um bætta upplýsingagjöf í aðgengismálum fyrir hönnuði í mannvirkjagerð.
Með samstarfi þessu er opnað á nauðsynlegt samtal með því markmiði að allir geta notið hins manngerða umhverfis. Þannig er stuðlað að meira jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra í hinu daglega lífi.

Upplýsingar

Dagsetning:
25.01.2023
Tími:
12:15 - 13:30
Viðburðir Flokkur: