
Við birtum upp skammdegið með notalegri samverustund þar sem ilmandi kakó, jólakaffi og brakandi piparkökur bíða okkar. Við slökum á við kertaljós og njótum upplestrar tveggja höfunda sem lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hlý og hátíðleg stund sem gleður í desembermyrkrinu.