Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Kvennaverkfallskaffi í Sigtúni

24.10.2023 @ 12:30 - 13:30

Boðið verður upp á kaffi og með því í Sigtúni 42 í tilefni af kvennaverkfalli 24. október frá klukkan 12:30 til 13:30. Orðið verður laust fyrir gesti sem vilja taka til máls í tilefni dagsins.

48 ár eru nú liðin frá fyrsta kvennafrídeginum og verkfallið 2023 verður það sjötta í röðinni. Konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi verður að útrýma.

„Konur og kvár sem geta leggja niður störf, hvort sem um er að ræða launaða eða ólaunaða vinnu, líkt og umönnun barna, að sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki,“ segir á vefsíðu kvennaverkfallsins, kvennafri.is.

Upplýsingar

Dagsetning:
24.10.2023
Tími:
12:30 - 13:30
Viðburðir Flokkur:

Vettvangur

Mannréttindahúsið
Sigtún 42
Reykjavík, Iceland
+ Google Map