Norræna húsið – Barnabókasafn
Í tilefni af 80 ára afmæli Línu Langsokk er sýning á barnabókasafni Norræna hússins sem gefur innsýn í ævintýralegan heim einnar vinsælustu sögupersónu barnabóka. Áhugi á Línu er tímalaus og er hún jafn vinsæl hjá börnum í dag og fyrir 80 árum þegar fyrsta bókin kom út.
- Aðgengi að Norræna húsinu er gott, hjólastólarampur leiðir upp að húsinu og sjálfvirkur hnappur opnar aðaldyr.
- Aðgengileg salerni eru á aðalhæð og inní Elissu sal er gott aðgengi, en athugið að lágur rampur er inn í salinn.
- Aðgengi að barnabókasafni er niður tröppur frá bókasafni eða með lyftu frá andyri og í gegnum sýningarsalinn Hvelfingu.