Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Listasýning Einhverfusamtakanna

13. apríl @ 08:00 - 14. maí @ 17:00

Í aprílmánuði munu Einhverfusamtökin standa fyrir listsýningu í Hamrinum – ungmennahúsi í Hafnarfirði, helgina 13.-14. apríl. Þar mun einhverft listafólk sýna verk sín og flytja tónlist, ljóð o.fl. Þetta er þriðja árið í röð sem við stöndum fyrir slíkri sýningu og hefur mikil ánægja verið með framtakið. Um 300 manns mættu á sýninguna í fyrra.

Bókin „Öðruvísi, ekki síðri“ eftir Chloé Hayden kemur út í íslenskri þýðingu um mánaðarmótin og munum við kynna bókina í Hamrinum helgina 13.-14. apríl. Chloé lýsir bókinni sinni sem því sem hún, þá 13 ára gömul, hefði þurft að fá í hendurnar til að skilja líf sitt og hvað það þýðir að vera einhverf. Er það almennt mat einhverfra sem lesa bókina að þessi lýsing standi undir nafni. Bókin er skýr og skorinorð, skemmtilega skrifuð, og síðast en ekki síst gríðarlega góð handbók um flest ef ekki allt sem snýr að einhverfu. Forlagið gefur bókina út en Einhverfusamtökin og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kosta þýðinguna.

Upplýsingar

Start:
13. apríl @ 08:00
End:
14. maí @ 17:00
Viðburðir Flokkur:

Skipuleggjandi

Einhverfusamtökin

Vettvangur

Hamarinn