Skip to main content

Leiðarstef ÖBÍ á auðlesnu máli

Leiðarstef ÖBÍ eru leiðbeiningar fyrir okkur.

Leiðarstef ÖBÍ eru 10:

Leiðarstef ÖBÍ eru leiðbeiningar fyrir okkur.

Leiðarstef ÖBÍ eru 10:

 

1. Aðildarfélögin er mikilvægust.

Aðildarfélag er: félag sem er hluti af stærra félagi.
ÖBÍ er stóra félagið.
Í ÖBÍ eru 43 aðildarfélög.

Til dæmis:

    • Félag heyrnarlausra
    • Einhverfu·samtökin
    • HIV Ísland.

Þetta leiðarstef þýðir:
ÖBÍ vinnur fyrir aðildarfélögin.

 

2. Gildi ÖBÍ

Við í ÖBÍ höfum 3 gildi:

    1. Þátttaka
      • Allir eiga rétt á að vera með í ÖBÍ.
    2. Jafnræði
      • Allir eru jafnir í ÖBÍ.
    3. Ábyrgð
      • Fólk ber ábyrgð á því sem fólk gerir í ÖBÍ.

 

3. Valdefling og velferð

Valdefling þýðir:

    • Við hjálpum fólki að hafa áhrif.
    • Við hjálpum fólki að segja sína skoðun.

Velferð þýðir:

    • Við pössum að fólki líði vel.
    • Við hjálpum fólki að ganga vel.

 

4. Samvinna

Við vinnum með öllum sem geta hjálpað ÖBÍ.

Við vinnum með öllum sem ÖBÍ getur hjálpað.

 

5. Opinn hugur

Við erum opin fyrir nýjum hugmyndum.

Við komum með nýjar hugmyndir.

Við prófum nýja hluti.

 

6. Virðing

Við sýnum fólki virðingu.

Við tölum fallega við fólk.

Við skrifum fallega um fólk.

 

7. Hvað er best fyrir ÖBÍ?

Við hugsum um hvað er best fyrir ÖBÍ.

Við hugsum um hvað er best fyrir alla.

Við hugsum ekki: „Hvað er best fyrir mig?“

Við hugsum ekki: „Hvað er best fyrir fólk sem ég þekki?“

 

8. Réttar upplýsingar

Við pössum að nota réttar upplýsingar.

Sérstaklega þegar við ákveðum eitthvað.

Við segjum hvar við fengum upplýsingarnar.

 

9. Trúnaður og traust

Við treystum fólki.

Við pössum upp á trúnað.

Það þýðir: Við segjum ekki frá leyndarmálum.

 

10. Reglur

Við förum eftir reglum um hvernig við eigum að vinna.

Við hlustum á allar skoðanir.

Við förum eftir því sem við ákveðum saman.


Þessi texti var útbúinn af Miðstöð um auðlesið mál » audlesid.is