Skip to main content
AðgengiFréttRéttindabarátta

Farið fram á endurgreiðslu

P-merkt bílastæði

ÖBÍ réttindasamtök lýsa undrun á því að meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgari hafi í síðustu viku hafnað tillögu um að borgin hvetji handhafa stæðiskorta hreyfihamlaðra til að skila inn kvittunum og fara fram á endurgreiðslu eftir að hafa greitt fyrir að leggja í bílastæðahúsum borgarinnar.

Reykjavíkurborg ákvað í mars að falla frá innheimtu gjalds af handhöfum stæðiskorta sem leggja í bílastæðahúsum. Þetta gerðist eftir langvarandi þrýsting ÖBÍ réttindasamtaka sem bentu á að samkvæmt umferðarlögum megi handhafar stæðiskorts fyrir hreyfihamlaðra leggja í öll gjaldskyld bílastæði án greiðslu.

Þótt meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hafi ekki samþykkt tillögu um að borgin hvetji handhafa stæðiskortanna til að fara fram á endurgreiðslu vilja ÖBÍ réttindasamtök ítreka hvatningu þess efnis.

Þessi gjaldtaka var ólögmæt frá upphafi og þeir handhafar stæðiskorta sem hafa greitt fyrir afnot á bílastæðahúsum borgarinnar ættu að fara fram á endurgreiðslu frá bílastæðasjóði.