Skip to main content
Frétt

Fulltrúar allra þingflokka mættu á málþing

By 20. nóvember 2017No Comments

Fulltrúar allra átta stjórnmálaflokka sem náðu kjöri í Alþingiskosningunum í október sendu fulltrúa á málþing málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál sem haldið var 1. nóvember síðastliðinn. Málþingið bar yfirskriftina „Bætum kjör lífeyrisþega“. Þingmennirnir voru spurðir hvað þeirra flokkur ætlaði að gera á kjörtímabilinu til að bæta kjör þeirra.

Fulltrúar flokkanna voru allir mjög jákvæðir um aðgerðir og er upptaka af framsögu þeirra og svörum vætanleg á vef ÖBÍ innan tíðar. Þá verður einnig sett inn upptaka af öðrum erindum á fundinum.

Fyrirlesarar voru Ingunn Árnadóttir, félagsráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara, sem ræddi skuldir, áhrif þeirra og úrslausnir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem fjallaði um lífeyrissjóðakerfið. María Óskarsdóttir úr málefnahópi ÖBÍ um kjaramál fjallaði um tillögur að leiðum til að bæta kjör lífeyrisþega. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir og Bára Halldórsdóttir sögðu frá eigin reynslu sem örorkulífeyrisþegar.

Í lok fundarins sátu í pallborði þau Ingunn, Ragnar Þór, María, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ, og Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, og spurðu fundargestir þau um efni fundarins.

Fundarstjóri var Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður.