Skip to main content
Frétt

Hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?

By 7. maí 2019No Comments

Verið er að vinna gott þróunarstarf innan heilsugæslunnar og mikill vilji er þar til þverfaglegrar uppbyggingar. Það kom fram á málþingi málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál, „Þjónusta í þróun – hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?, sem haldið var þriðjudaginn 7. maí.

 Kynnt voru ýmis virknihvetjandi úrræði sem fatlað og langveikt fólk getur eða mun fljótlega geta nálgast á heilsugæslustöðvum sínum. Sérstaklega var farið yfir sálfræðiþjónustuna sem verið er að þróa og starfsemi geðheilsuteyma. Þá var fjallað um hreyfiseðla og hvaða upplýsingar og þjónustu fólk getur sótt stafrænt á Heilsuveru.

Hægt er að horfa á málþingið í heild hér og sjá dagskrána hér.

Fyrirlesari heldur erindi á málþingi ÖBÍ um heilsugæsluna 7. maí 2019Guðríður Ólafíu Ólafsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson Málþing ÖBÍ um heilsugæsluna 7. maí 2019 - Emil Thóroddsen

 Ljósmyndir: ©Photographer.is/Geirix 2019

Frétt 6. maí, 2019   

Á morgun þriðjudaginn 7. maí kl. 15-18 verður málþingið „Þjónusta í þróun -hvað gerir heilsugæslan fyrir þig“ haldið á Grand hóteli. Málþingið er haldið af málefnahópi ÖBÍ um heilbrigðismál.

Við breytingar í heilbrigðiskerfinu vakna vissulega margar spurningar og vel þarf að fylgjast með þróun mála. Öll erum við notendur heilbrigðisþjónustunnar og því mikilvægt að fylgjast vel með þeirri þróun sem á sér stað. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á ýmsa þætti sem varða heilsugæslu og þjónustu hennar. en efla á teymisvinnu, með m.a. heimilislæknum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum og sálfræðingum, en hver er staðan? Hvað er gert til að stytta biðtíma? Hvað er gert til að auka sjúklingum yfirsýn yfir sín mál? Hvert er aðgengið að sálfræðiþjónustu? Hvaða ráð eru um hreyfingu og mataræði? Hvernig virkar tilvísanakerfið að sérfræðingum? Hvers er að vænta? Leitast er við að fá svör við þessum spurningum. Allir eru velkomnir og málþingið verður rittúlkað og streymt beint.