Skip to main content
FréttRéttindabarátta

Mikill kraftur í málefnastarfi ÖBÍ réttindasamtaka

By 3. nóvember 2023No Comments

Málefnastarf ÖBÍ réttindasamtaka er að komast á fullt skrið eftir aðalfund og endurnýjun í hópunum. Búið er að skipa alla málefnahópana, sem eru sex talsins. Þetta eru aðgengishópur, atvinnu- og menntahópur, barnamálahópur, heilbrigðishópur, húsnæðishópur og kjarahópur.

Alls sitja 54 einstaklingar í málefnahópunum úr samtals 20 aðildarfélögum. Sjö aðalmenn eru í hverjum hópi, að formanni hópsins meðtöldum, auk tveggja varamanna. Þá hefur hver hópur einn starfsmann.

Hlutverk hópanna er að leggja fram tillögur í hagsmunamálum í samræmi við áherslur stefnuþings. Annast hóparnir meðal annars viðburðahald, svo sem kynningar á rannsóknum og málþing, almenna upplýsingagjöf er varðar málaflokkinn og margt fleira.

Lesa má nánar um málefni hópanna með því að ýta á þennan hlekk:
https://www.obi.is/malefnin-og-markmidin/