Skip to main content
Frétt

Nýr framkvæmdastjóri ÖBÍ

By 29. febrúar 2008No Comments
Lilja Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri til Öryrkjabandalags Íslands.

Lilja ÞorgeirsdóttirLilja er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu, MPA frá Háskóla Íslands 2007 og Fíl.kand.próf í félagsfræði frá Stokkhólmsháskóla 1988, með áherslu á mannauðsstjórnun, fræðslu og starfsþróun.

Lilja hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri á skrifstofu mannauðsmála LSH frá 2007, á starfsmannasviðið HÍ 1998-2007 og á árunum 1989-1999 sem félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra.

ÖBÍ óskar Lilju velfarnaðar í starfi.