Skip to main content
AðildarfélögFrétt

Nýtt og áhugavert námskeið hjá ADHD samtökunum

By 12. ágúst 2022júní 6th, 2023No Comments
ADHD samtökin hafa sett saman nýtt námskeið sem hefst nú í ágúst, og er ætlað er kennurum og öðru starfsfólki skóla, sem vinna með börnum með ADHD. Tilgangurinn er að efla þekkingu skólasamfélagsins á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem fylgir.

Það er öllum ljóst að líðan barna í skólanum er mjög mikilvægur þáttur, en börnin eru í skóla lungann úr deginum. Þetta getur haft mikil áhrif á nám þeirra og námsframvindu.

Á námskeiðinu verður fjallað um kvíða og depurð, og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Einnig verður farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu og umönnun barna með ADHD og hvernig hægt er að auka færni þeirra í námi, samstarfi og leik.

Námskeiðið er kennt í fjarkennslu, og verður laugardagana 27. ágúst og 3ja september, frá klukkan 10 til 12.