Skip to main content
FréttKjaramálRéttindabarátta

Ólöglegt að bjóða ekki afsláttarkort fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks

By 28. apríl 2023maí 3rd, 2023No Comments

ÖBÍ réttindasamtök lýsa ánægju með álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með að bjóða ekki afsláttarkort fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks eins og gert er með afsláttarkort í Strætó. Á þetta hafa ÖBÍ réttindasamtök bent og þrýst á úrbætur.

Umboðsmaður beindi því til úrskurðarnefndar velferðarmála að taka aftur upp mál fatlaðs manns sem leitaði til nefndarinnar vegna skorts á afsláttarkortum hjá akstursþjónustu fatlaðra, eins og kemur fram í álitinu. Maðurinn hélt því réttilega fram að hann ætti rétt á afsláttarkorti á sömu kjörum og afsláttarkort í Strætó en þau voru ekki í boði.

Úrskurðarnefndin tók á sínum tíma afstöðu með borginni en umboðsmaður komst að annarri niðurstöðu enda á fatlað fólk ekki að borga meira fyrir ferðaþjónustu en aðrir. ÖBÍ fagnar þessari afstöðu umboðsmanns.