AðildarfélögFrétt

Opið fyrir umsóknir um verkefnastyrki – frestur til 15. mars

Mynd af fjölda fólks í réttindagöngunni. Þau kröfuspjöld ÖBÍ sem eru sjáanleg eru 1. Tækifæri til samfélagsþátttöku og 2. Fötluð börn eru líka börn. Forgöngufáni Frjáls Palestína sést einnig á myndinni.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki ÖBÍ réttindasamtaka. ÖBÍ veitir árlega styrki í verkefni sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og eru í samræmi við markmið og stefnu samtakanna.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2026. Upplýsingar um styrkúthlutun munu liggja fyrir eigi síðar en 1. maí. Nöfn styrkþega eru birt á heimasíðu ÖBÍ þegar úthlutun hefur farið fram.

Fylla má út umsóknareyðublað á hlekknum hér að neðan:

Umsóknareyðublað – Verkefnastyrkir

Frekari upplýsingar um reglur um úthlutun og um fyrri úthlutanir má nálgast á hlekknum hér að neðan:

Verkefnastyrkir ÖBÍ – ÖBI