Skip to main content
Frétt

Opið fyrir umsóknir

By 17. apríl 2018No Comments

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur.

Styrkir úr sjóðnum eru veittir öryrkjum samkvæmt skipulagsskrá. Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.

Opið er fyrir umsóknir hér á vefnum. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2018.

Upplýsingar um styrkúthlutun munu liggja fyrir 28. maí næstkomandi. Styrkjum er annars almennt úthlutað 11. júní ár hvert. 

Nánari upplýsingar veitir, Kristín M. Bjarnadóttir, sími 530 6700, netfang: kristin(@)obi.is