Styrkir

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur

Styrkir úr sjóðnum eru veittir öryrkjum samkvæmt skipulagsskrá (pdf-skjal 11Kb). Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.

Opið er fyrir umsóknir haustúthlutunar til 16. september 2018.

Umsókn um styrk.

Stefnt er að því að upplýsingar vegna styrkúthlutunar liggi fyrir eigi síðar en 2. október. 

Nánari upplýsingar veitir, Kristín M. Bjarnadóttir, sími 530 6700, netfang: kristin(@)obi.is

Sérstakir styrkir ÖBÍ

ÖBÍ veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir. Umsóknarfrestur rann út 15. mars 2018. 

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ - netfang: mottaka@obi.is eða í síma 530-6700.

Styrkþegar þurfa að skila skýrslu við lok verkefnis um framkvæmd þess. Ef verkefnið hefur ekki farið fram áskilur ÖBÍ sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkfjárhæðar innan árs miðað við áætluð lok verkefnis.

Hér má sækja rafrænt um styrk.

Styrkþegar

Listi með upplýsingum um styrkþega 2015 (pdf-skjal 128Kb)

Listi með upplýsingum um styrkþega 2016 (pdf-skjal 44Kb)

Listi með upplýsingum um styrkþega 2017 (pdf-skjal 42 Kb)

Aðrir styrkir

Sjóður Odds Ólafssonar

Stofnaður árið 1991 til minningar um Odd Ólafsson. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja ýmiskonar rannsóknarverkefni. 

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar

Stofnaður árið 1997 með það að markmiði að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli.