Skip to main content
FréttMenntamál

Ríflega fjörutíu fengu styrk til náms

ÖBÍ réttindasamtök veittu 41 umsækjanda um styrki til náms samtals 2.509.000 krónur í styrki í vor úr námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Styrkirnir renna til fólks sem hyggur á ýmis konar nám, bæði hér á landi sem og erlendis. Í haust fengu 17 umsækjendur samtals 1.492.000 krónur í styrk.

Styrkir úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur eru veittir fötluðu fólki til að sækja sér menntun. Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.

Umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk fyrir árið 2023 rann út 7. maí síðastliðinn og næsta úthlutun verður í haust.

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur var stofnaður árið 1993 fyrir söluvirði íbúðar sem Sigríður Jónsdóttir arfleiddi ÖBÍ að. Í erfðaskrá hennar var kveðið á um stofnun sjóðsins og tilgang hans. Stofnfé var 6,5 milljónir króna. Fyrstu styrkirnir voru veittir 11. júní 1995. Námssjóðurinn er í vörslu ÖBÍ.

Hér má lesa nánar um styrki sem bæði ÖBÍ réttindasamtök og aðrir veita til náms:

Námsstyrkir ÖBÍ