Skip to main content
Frétt

Sérstakir styrkir ÖBÍ

By 5. mars 2018No Comments

ÖBÍ veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir. Umsóknum þarf að skila fyrir 15. mars 2018. 

Dæmi um verkefni sem styrkt hafa verið undanfarin ár eru sjónvarpsþátturinn „Með okkar augum“, reiðskóli fyrir fötluð börn, gerð heimasíðu fyrir rannsóknarhópinn „Jafnrétti fyrir alla“ en verkefni hópsins snúa að jafnrétti og körlum með þroskahömlun, upplifun þeirra, reynslu og aðgengi að jafnréttisstarfi, Útgáfa á fræðsluefni vegna drómasýki, Listahátíð Listar án landamæra, myndgerð um fræðsluefni í tengslum við kynferðisofbeldi og margt fleira.

Sækja má um styrki í gegnum rafrænt umsóknareyðublað.

Nánari upplýsingar um Sérstaka styrki Öryrkjabandalags Íslands, úthlutunarreglur og fleira.