Skip to main content
FréttRéttindabarátta

Tímabært framfaraskref að stofna Mannréttindastofnun

Það er löngu tímabært og mikið framfaraskref í mannréttindamálum að stofnuð verði sjálfstæð Mannréttindastofnun hér á landi, eins og kemur fram í drögum að Grænbók um mannréttindi sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

 

ÖBÍ réttindasamtök binda vonir við að þessi vinna leiði til þess að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur hratt og örugglega. Þannig verða réttindi fatlaðs fólks á Íslandi best tryggð.

 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Ríkisútvarpið að stofnunin geti væntanlega tekið til starfa á næsta ári. ÖBÍ réttindasamtök, hvetja til þess að stofnunin verði sett á laggirnar á þessu ári svo lögfesta megi samninginn. ÖBÍ er tilbúið til samráðs um undirbúning stofnunarinnar og lögfestingu samningsins nú sem áður.