Skip to main content
Frétt

Umsóknarfrestur í námssjóð Sigríðar Jónsdóttur er til 25. október.

By 12. október 2020No Comments
Eins og fram hefur komið ákvað stjórn námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur, að úthluta á ný að hausti þetta árið. Ljóst er að í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu er mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni, og því ekki að bæta við sig menntun.

Stjórnin hefur nú ákveðið að umsóknarfrestur verði til og með 25. október næst komandi. Stefnt er að því að úthlutanir liggi fyrir 9. nóvember. Nánar má lesa um námssjóð Sigríðar Jóndóttur hér