Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Styrkir úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur eru veittir öryrkjum til að sækja sér menntun. Sjóðurinn er mikilvægur þeim sem ekki geta sótt um styrk til stéttarfélags. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Sjá nánar: Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur
ÖBÍ úthlutar styrkjum til aðildarfélaga sinna og þess utan úthlutar bandalagið árlega sérstökum styrkjum til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og stefnu ÖBÍ. Sjá nánar: Sérstakir styrkir ÖBÍ
Árið 1991 stofnuðu ÖBÍ, SÍBS og Brynja - hússjóður ÖBÍ, sjóð til minningar um Odd Ólafsson frumkvöðli að bættum hag fatlaðs fólks. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja ýmiskonar rannsóknarverkefni. Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum í dagblöðum í byrjun hvers árs. Úthlutað er árlega úr sjóðnum í maí. Sjá nánar: Sjóður Odds Ólafssonar