Sérstakir styrkir ÖBÍ

ÖBÍ veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir. 

Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári. Auglýst er í byrjun árs eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til 15. mars. Upplýsingar um styrkúthlutun liggi fyrir eigi síðar en 1. maí. Nöfn styrkþega eru birt á heimasíðu ÖBÍ þegar úthlutun hefur farið fram.

Með umsókn skal fylgja fjárhags- og verkefnaáætlun með tímasetningum. Styrkþegar þurfa að skila skýrslu við lok verkefnis um framkvæmd þess. Stjórn ÖBÍ tekur ákvörðun um styrkveitingar. Sjá nánar: Reglur við úthlutun

Umsóknarfrestur fyrir árið 2021 er liðinn. Næst er hægt að sækja um styrki í byrjun árs 2022. 

Styrkveitingar síðustu ára: 

2019

Árið 2019 voru 15 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Umsóknir voru 31,18 aðilar fengu styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni:
 • Atli Óskar Fjalarsson. Stuttmynd, um málefni s.s. geðheilsu, vináttu, sjálfsvíg og félagslega einangrun.
 • Átak, félag fólks með þroskahömlun. Styrkur veittur fyrir fjögur mismunandi verkefni.
 • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
 • Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð.  Verkefnastjórn stuttra kvöldnámskeiða .
 • Friðþór Vestmann Ingason. Lærdómsvegurinn - fyrirlestrar fyrir bæjarfélög, grunnskóla, framhaldsskóla og vinnustaði.
 • Halaleikhópurinn. Endurnýjun áhorfendapalla í leikhúsi félagsins.           
 • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverksins Ástandið.
 • Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing. Bætt vinnuaðstaða starfsfólks.              
 • Íþróttasamband fatlaðra. Alþjóðaleikar Special Olympics og Sumarbúði ÍF 2019.
 • Leikni /Góðgæti ehf. Verkefnahefti II um kynheilbrigði fyrir unglinga með frávik í taugaþroska.
 • List án landamæra / Hitt húsið. List án landamæra 2019.           
 • María Jónsdóttir. Þýðing á Keeping safe meðferðaráætlun.       
 • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutun námsstyrkja 2019 og uppbygging höfuðstóls.
 • Reiðskóli fatlaðra, hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ. Rekstrarkostnaður við reiðnámskeið fyrir fatlaða fólk.
 • Samvera og súpa. Súpueldhús í Hátúni 12.        
 • SERES hugverkasmiðja ehf. Með okkar augum - 9. þáttaröð.   
 • Tjarnarleikhópurinn. Menningarferð til Glasgow.              
 • Vin, fræðslu- og batasetur RKÍ. Stuðningur við vikulegan sjálfshjálparhóp.            

2018

Árið 2018 voru 15 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Umsóknir voru 28, 20 aðilar fengu styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni:
 • Árni Heimir Ingimundarson. Útvarp Stam.
 • Ásbyrgi, vinnustaður Stykkishólmi. Verkfæri til endurnýtingar á pappír og til sápugerðar.
 • Brandur B. Karlsson. Þátttaka í keppni sprotafyrirtækja í Kína - Global Startup Awards.
 • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
 • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Verkefnastjórn með námskeiðum.
 • Friðþór Vestmann Ingason. Útgáfa á bókinni Lærdómsvefurinn.
 • Hafliði Ásgeirsson. Skýrsla um stöðu nýsköpunarverkefna í velferðargeiranum.
 • Halaleikhópurinn. Uppsetning á leikritinu Maður í mislitum sokkum.
 • Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing. Endurbætur á starfsaðstöðu kennara/starfsfólks.
 • Íþróttasamband fatlaðra. Ólympíumót fatlaðra og sumarbúðir  ÍF 2018 á Laugarvatni.
 • Landssamtökin Þroskahjálp. Stofnun og rekstur samráðshóps Þroskahjálpar og Átaks.
 • Leikfélag Sólheima. Leiksýning Sólheima 2018.
 • List án landamæra. Listahátíð Listar án landamæra 2018.
 • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutun styrkja 2018.
 • Safnasafnið - íslensk alþýðulist. Sýning á byggingum eftir Gunnar Sigfús Kárason.
 • Samtökin 78 og Leikni.
 • Samvera og súpa. Súpa og samvera í húsnæði Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.
 • Seres hugverkasmiðja, Með okkar augum. Framleiðsla á sjónvarpsþáttunum Með okkar augum árið 2018.
 • Specialisterne á Íslandi. Heilsuátak og iðjuþjálfun.
 • TMF Tölvumiðstöð. Tækni og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Útgáfa á bæklingi með auðlesnum texta um kynhneigð.

2017

Árið 2017 voru 20 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 42, 24 aðilar fengu styrki en einu verkefni var frestað. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni:
 • Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir. Innleiðing Namaste Care á deild L4 fyrir heilabilaða á Landakoti.
 • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
 • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Leiðtogar, námskeið fyrir fólk með þroskahömlun sem hefur áhuga á að starfa að félagsmálum og vera í forsvari fyrir félagasamtök.
 • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Námskeið í tölvuviðhaldi og viðgerðum fyrir þá sem vilja öðlast betri skilning á vélbúnaði, ýmsum stýrikerfum og uppsetningu þeirra.
 • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverks og námskeið sem tengjast leiklist.
 • Harpa Cilia Ingólfsdóttir. Gerð námsefnis fyrir námskeið um algilda hönnun við Endurmenntun Háskóla Íslands.
 • Háskóli Íslands - Jafnrétti fyrir alla. Gerð heimasíðu fyrir rannsóknarhópinn „Jafnrétti fyrir alla“ en verkefni hópsins snúa að jafnrétti og körlum með þroskahömlun, upplifun þeirra, reynslu og aðgengi að jafnréttisstarfi.
 • Hestamannafélagið Hörður. Reiðskóli fyrir fötluð börn og börn með þroskahömlun og fullorðna.
 • Hjálparstarf kirkjunnar. Námskeiðið heilsueflandi samvera fyrir einstaklinga sem búa við fátækt og félagslega einangrun.
 • Hlutverkasetur. Leikhópurinn Húmor, geðveikt leikhús fyrir alla, vegna uppsetninga leikverka.
 • Hringsjá. Bætt vinnuaðstaða starfsfólks í móttöku.
 • Íþróttasamband fatlaðra. Alþjóðavetrarleikar fyrir þroskahamlaða í Austurríki og sumarbúðir fatlaðra á Laugarvatni.
 • Landssamtök íslenskra stúdenta. Starfsteymi Réttinda Ronju vill stórbæta aðgengi upplýsinga fyrir háskólanema sem búa við fötlun eða skerðingu.
 • Landssamtökin Þroskahjálp. Fræðsla fyrir foreldra fatlaðra barna á aldrinum 0-10 ára.
 • Landssamtökin Þroskahjálp. Kynningar og umræðufundir með stjórnendum og starfsfólki í félags- og sérfræðiþjónustu sveitarfélaga og lögregluembætta þar sem fjallað verður um ofbeldi skv. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
 • Leikni. Skrif á lífsleiknisögum um samskipti og kynheilbrigði til birtingar á www.leikni.is.
 • List án landamæra. Listahátíð Listar án landamæra 2017.
 • Með okkar augum. Sjöunda þáttaröð sjónvarpsþáttarins „Með okkar augum“.
 • María Jónsdóttir. Uppsetning á verkefnahefti sem nýtist ungu fólki með frávik í taugaþroska, í tengslum við kynheilbrigði.
 • NPA miðstöðin svf. Hönnun á vefsíðu og smáforriti sem heldur utan um NPA samninga, viðveruáætlanir og launaútreikninga aðstoðarfólks.
 • Rauði krossinn í Reykjavík – Vin. Samvera og máltíðir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir.
 • Samvera og súpa. Súpa, opið hús og félagsstarf til að rjúfa einangrun fólks.
 • Töframáttur tónlistar - Gunnar Kvaran. Tónleikaröð fyrir einstaklinga með geðraskanir í athvörfum, klúbbum og félagsmiðstöðvum.
 • Útilífsmiðstöð skáta, Úlfljótsvatni. Endurnýjun lyftu í JB skála.
 • Þorsteinn Halldórsson. Þátttaka í keppnismóti í bogfimi fatlaðra m.a. á Ítalíu, Tékklandi og HM í Beijing í Kína.

2016

Árið 2016 voru 10 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 40, 18 aðilar fengu styrki en eitt verkefni féll niður. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni:
 • André Bachmann Sigurðsson. 34. jólahátíð fatlaðs fólks 2016.
 • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
 • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. iPad spjaldtölvur.
 • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Rekstur hljómsveitarinnar „The Moonlight band“, ætlað fólki með geðfötlun.
 • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Nám í tölvuviðhaldi og viðgerðum í samstarfi við Promennt. Námið er aðlagað að nemendum á einhverfurófi.
 • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverks og námskeið sem tengjast leiklist.
 • Hraðar hendur. Skuggatúlkun/táknmálstúlkun á leikverki í Borgarleikhúsinu vorið 2016.
 • Hringsjá. Bætt vinnuaðstaða nemenda.
 • Íþróttasamband fatlaðra. Sumarbúðir ÍF og Ólympíumót fatlaðra í Ríó de Janeiro.
 • Landssamtökin Þroskahjálp. Þættirnir „Með okkar augum“ á RÚV. 
 • List án landamæra. Listahátíð Listar án landamæra 2016.
 • Samvera og súpa. Súpa, opið hús og félagsstarf til að rjúfa einangrun fólks.
 • Sjónarhóll. Ráðgjafaviðtöl og/eða teymisfundir fyrir foreldra barna með sérþarfir.
 • Sjóður Odds Ólafssonar. Til eflingar sjóðsins.
 • Snædís Rán Hjartardóttir og Pála Kristín Bergsveinsdóttir. Rannsókn á möguleikum fatlaðra háskólanema til skiptináms á Norðurlöndum og Bretlandi.
 • Soffía Halldórsdóttir. Hjólaleiga fyrir fatlaða einstaklinga.
 • Töframáttur tónlistar. Tónleikaröð fyrir einstaklinga með geðraskanir í athvörfum, klúbbum og félagsmiðstöðvum.
 • Þorsteinn Halldórsson. Þátttaka í Evrópumeistaramóti í bogfimi í Frakklandi.

2015

Árið 2015 voru 10 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 29 talsins,  22 aðilar fengu styrki en tvö verkefni féllu niður. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni:
 • Aðalheiður Sigurðardóttir. Vefsíðan „Ég er unik“ sem snýst um að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við ósýnilegar áskoranir.
 • Algild hönnun. Leiðbeiningarblöð um aðgengi að skólum og íþróttamannvirkjum.
 • Anna Björk Sverrisdóttir. Námskeið fyrir börn með þroskahömlun, með það að markmiði að virkja þau.
 • Elín Sveinsdóttir. Þættirnir „Með okkar augum“ á RÚV.
 • Espo kvikmyndagerð. Heimildarmyndin „Halli sigurvegari“.
 • Eyþór Kristjánsson. Heimasíða fyrir fólk með viðvarandi einkenni eftir bílslys og tengd slys
 • Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Smart board tafla fyrir fjölfatlaða nemendur.
 • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverks og námskeið sem tengjast leiklist.
 • Hátúnshópurinn. Stuðla að virkni og að rjúfa einangrun íbúa í Hátúni 10 til 12.
 • Íþróttasamband fatlaðra. Sumarbúðir ÍF, norræn barna- og unglingamót o.fl.
 • Janus endurhæfing. Tölvustýrt nýsköpunarverkefni innan starfsendurhæfingar.
 • List án landamæra 2015. Listahátíð Listar án landamæra 2015.
 • Lokbrá – Félag fólks með drómasýki. Útgáfa á fræðsluefni vegna drómasýki.
 • Nemendur í starfstengdu diplómanámi við HÍ. Náms- og fræðsluferð til Vestmannaeyja 2015.
 • Samvera og súpa. Súpa, opið hús og félagsstarf til að rjúfa einangrun fólks.
 • Sjóður Odds Ólafssonar. Til eflingar sjóðsins.
 • Stígamót. Myndgerð um fræðsluefni í tengslum við kynferðisofbeldi.
 • Sjónarhóll. Ráðgjafaviðtöl og/eða teymisfundir fyrir foreldra barna með sérþarfir.
 • Vin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Efling fræðslu, virkni og lífsleikni fólks með geðfatlanir með námskeiðum/fyrirlestrum.
 • Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Jafningjafræðsla í formi fyrirlestra.