Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Framkvæmdastjóri er Eva Þengilsdóttir, netfang: eva(@)obi.is
er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku.
er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf, framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt þess.
(SRFF) er leiðarljós í starfi bandalagsins.
Starf málefnahópanna er hryggjarstykkið í málefnavinnu bandalagsins og gerir það mögulegt að berjast á mörgum stöðum á sama tíma. Málefnahópar bandalagsins fjalla um kjaramál, heilbrigðismál, aðgengismál, atvinnu- og menntamál og málefni barna.
Innan Öryrkjabandalags Íslands starfa Kvennahreyfing og Ungliðahreyfing.
Bandalagið stofnaði eða var einn stofnenda eftirtalinna fyrirtækja og meginhluti stjórnarmanna eru fulltrúar ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Samningar hafa verið gerðir við ráðuneyti um aðkomu að rekstri þeirra.
BRYNJA, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, sími: 570 7800, Hátúni 10c, 105 Reykjavík. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja.
Örtækni, tæknivinnustofa - ræsting, sími: 552 6800, Hátúni 10c, 105 Reykjavík. Örtækni veitir fötluðu fólki tímabundna starfsþjálfun og/eða vinnu til frambúðar.
Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, sími: 510 9380, Hátúni 10d, 105 Reykjavík. Hringsjá er fyrir 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi eftir veikindi, slys, félagslega erfiðleika eða önnur áföll. Boðið er upp á námskeið og þriggja anna nám.
TMF, tölvumiðstöð, sími: 562 9494, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. TMF Tölvumiðstöð sinnir ráðgjöf og námskeiðahaldi til einstaklinga og faghópa um tölvuforrit og sérhannaðan hugbúnað.
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, sími: 530 1300, Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík. Fjölmennt sinnir námskeiðahaldi fyrir fatlað fólk og veitir ráðgjöf um nám við aðrar menntastofnanir.