Skip to main content

Siðareglur ÖBÍ á auðlesnu máli

1. Um siðareglur ÖBÍ

Þetta eru siðareglur ÖBÍ.

Siðareglur ÖBÍ segja hvernig fólk á að vinna í ÖBÍ.

Reglurnar eru fyrir:

    • starfsfólk ÖBÍ
    • stjórn ÖBÍ
    • fulltrúa ÖBÍ
      til dæmis:

      • fólk í nefndum ÖBÍ
      • fólk í málefna·hópum ÖBÍ
      • fólk í stýrihópum ÖBÍ.
    • fólk sem vinnur verkefni fyrir ÖBÍ.

Siðareglur ÖBÍ segja ekki allt.

Við þurfum líka að hugsa sjálf.

Til dæmis:

    • Hvernig vinn ég vel?
    • Hvað er rétt að gera?
    • Hvernig sýni ég virðingu?

2. Lög og reglur

Við förum eftir lögum.

Við förum eftir reglum.

Við förum líka eftir því sem ÖBÍ hefur ákveðið.
Til dæmis:

    • stefnu ÖBÍ
    • öðrum ákvörðunum ÖBÍ.

Við hugsum um hvað er best fyrir ÖBÍ.

Við hugsum ekki um hvað er best fyrir okkur sjálf.

Við hugsum ekki um hvað er best fyrir einhvern einn.

3. Samskipti

Við viljum góð samskipti í ÖBÍ.

Þess vegna vöndum við okkur í samskiptum.

Stundum þurfum við aðstoð.

Þá fáum við aðstoð.

Svona vöndum við okkur í samskiptum:

    • Við erum kurteis við fólk.
    • Við sýnum fólki virðingu.
    • Við tökum tillit til fólks.
    • Við dæmum ekki aðra.
    • Við virðum að fólk er mismunandi.

Til dæmis:

    • Sumt fólk er fatlað.
    • Fólk er fatlað á mismunandi hátt.
    • Fólk hefur mismunandi stöðu í samfélaginu.
    • Fólk hefur mismunandi trú.
    • Fólk er frá alls konar löndum.
    • Fólk lítur mismunandi út.
    • Fólk hefur mismunandi kynhneigð.
    • Fólk er af mismunandi kyni.
    • Við pössum að hópar séu jafnir.

Til dæmis:

    • mismunandi hópar fatlaðs fólks
    • mismunandi hópar sjúklinga.
    • Við vöndum okkur þegar við:
      • tölum
      • skrifum
      • komum fram.
    • Við förum eftir reglum.
    • Við mætum á réttum tíma.
    • Við tölum um það sem á að tala um.

Til dæmis á fundi sem fjallar um ákveðið mál.

Þá tölum við ekki um önnur mál.

    • Við hlustum á mismunandi skoðanir.
    • Við tölum um málin.
    • Við leyfum fólki að ákveða sjálft.
    • Við hlustum á það sem fólk segir.

Líka þegar það er óþægilegt.

    • Við grípum ekki fram í.
    • Við pössum að allir fái að tala.
    • Við leyfum fólki að klára að tala.
    • Við biðjum fólk um að segja hlutina aftur.

Til dæmis þegar:

    • Við heyrum ekki hvað fólk segir.
    • Við skiljum ekki hvað fólk segir.
    • Við leyfum fólki að tjá sig eins og það vill.

Til dæmis með táknmáli.

    • Við tölum beint við fólk.

Það þýðir að við tölum ekki við:

    • túlkinn
    • aðstoðarmanneskjuna
    • Við segjum hvað okkur finnst.

Við pössum samt að særa ekki aðra.

    • Við spyrjum spurninga.
    • Við segjum frá því sem við vitum.

Athugið: Samt segjum við ekki frá leyndarmálum.

    • Við kennum það sem við kunnum.

4. Ofbeldi

Við beitum ekki ofbeldi.

Ofbeldi getur verið:

    • Einelti

Til dæmis: Að tala illa um einhvern.

    • Kynferðisleg áreitni

Til dæmis: Að segja eitthvað óviðeigandi.

    • Andlegt ofbeldi

Til dæmis: Að segja eitthvað til að særa viljandi.

    • Líkamlegt ofbeldi

Til dæmis: Að gera eitthvað til að meiða viljandi.

5. Peningar

Við förum vel með peninga ÖBÍ.

Við förum eftir fjárhags·áætlun.

Í fjárhags·áætlun stendur í hvað má nota peninga ÖBÍ.

Sérstakir starfsmenn skoða hvernig við notum peninga ÖBÍ.

Við hjálpum þessum starfsmönnum.

6. Gjafir

Stundum fáum við gjafir.

Gjafir geta verið:

    • hlutir
    • peningar
    • fríðindi.

Til dæmis:

      • afsláttur
      • þjónusta.

Þegar við fáum gjafir þurfum við að hugsa:

Er gjöfin eins og borgun fyrir hjálp?

Er svarið já?

Þá megum við ekki fá gjöfina.

7. Fjölmiðlar

Oftast talar formaður ÖBÍ við fjölmiðla.

Stundum ákveðum við að einhver annar tali við fjölmiðla.

Þegar við tölum við fjölmiðla:

    • förum við eftir stefnu ÖBÍ
    • förum við eftir Samningi Sameinuðu þjóðanna
      um réttindi fatlaðs fólks
    • segjum við satt
    • segjum við bara það sem við vitum að er rétt
    • pössum við upp á trúnað.

Það þýðir: Við segjum ekki frá leyndarmálum.

8. Kynning og breytingar

Við segjum nýju fólki í ÖBÍ frá siðareglunum.
Formaður ÖBÍ getur gert það.
Framkvæmdastjóri ÖBÍ getur líka gert það.
Stjórn ÖBÍ talar um siðareglur ÖBÍ einu sinni á ári.
Stjórn ÖBÍ getur breytt siðareglum ÖBÍ.

9. Þagnarskylda

Við fáum alls konar upplýsingar á fundum.

Sumar upplýsingarnar eru trúnaðar·upplýsingar.

Trúnaðar·upplýsingar eru upplýsingar sem enginn annar má vita.

Það þýðir: Trúnaðar·upplýsingar eru leyndarmál.

Þagnarskylda þýðir: Við segjum ekki frá leyndarmálum.

Þagnarskyldan hættir aldrei.

Ert þú hættur:

    • að vinna hjá ÖBÍ?
    • í málefna·hóp ÖBÍ?
    • í stjórn ÖBÍ?

Samt þarft þú að virða þagnarskylduna.

Þú getur lesið siðareglur ÖBÍ á heimasíðu ÖBÍ.

Heimasíða ÖBÍ er obi.is.

Smelltu hér til að lesa siðareglur ÖBÍ.

10. Siðanefnd ÖBÍ

Siðanefnd ÖBÍ er hópur fólks.

Hópurinn skoðar hvort fólk fari eftir siðareglum ÖBÍ.

Formaður ÖBÍ velur formann siðanefndar ÖBÍ.

Stjórn ÖBÍ velur 2 manneskjur í hópinn.

Siðanefndin getur fengið aðstoð.

Til dæmis frá sérfræðingum.

Er einhver að brjóta siðareglur ÖBÍ?

Þá getur þú látið vita.

Þú getur haft samband við:

    • framkvæmdastjóra ÖBÍ
    • formann ÖBÍ
    • öryggis·trúnaðarmann ÖBÍ
    • siðanefnd ÖBÍ.

Siðanefnd ÖBÍ skoðar þá málið.
Svo skrifar siðanefnd ÖBÍ niðurstöðu.
Í niðurstöðunni stendur:

    • hvort manneskjan braut siðareglur ÖBÍ
    • hversu alvarlegt brotið er
    • hvort manneskjan hafi áður brotið siðareglur ÖBÍ.

Siðanefnd ÖBÍ býr til vinnureglur.

Siðanefnd ÖBÍ fer eftir vinnureglum siðanefndar ÖBÍ.

Vinnureglur siðanefndar ÖBÍ eiga að fylgja siðareglum ÖBÍ.

Stjórn ÖBÍ samþykkti siðareglur ÖBÍ 20. maí 2021.

Stjórn ÖBÍ breytti siðareglum ÖBÍ 9. desember 2021.


Þessi texti var útbúinn af Miðstöð um auðlesið mál » audlesid.is