Skip to main content
Umsögn

5. Þegar grunur vaknar um COVID-19 smit

By 8. október 2020No Comments
 1. Hafið samband við heilsugæslu eða 1700 og óskið eftir aðstoð vakthafandi læknis. Upplýsið um að þið tilheyrið viðkvæmum hópi þegar þið óskið eftir sýnatöku. Ef málið þolir ekki bið, hafið samband við 112.
 2. Sækið búnað fyrir smitgát COVID-19.
 3. Aðskiljið hinn veika frá öðrum svo fljótt sem verða má.
 4. Takmarkið snertingu við þann veika og umgengni við hann er höfð í lágmarki.
 5. Notið einnota hanska og hlífðargrímur.
 6. Hanska á að fjarlægja strax að verki loknu og spritta skal hendur. Alltaf þarf að þvo eða spritta hendur eftir snertingu við notaðar hlífðargrímur.
 7. Ef annar hlífðarbúnaður er fyrir hendi og notaður, s.s. einnota sloppur eða plastsvunta, skal klæðast honum í samræmi við leiðbeiningar SVL.
 8. Ef smitefni fer í umhverfið (líkamsvessar) er það þurrkað upp með einnota þurrku, yfirborð þrifið með sápuvatni og síðan strokið yfir það með sótthreinsandi efni (t.d. spritt eða virkon).
 9. Notuðum hlífðarbúnaði og öðru sorpi sem fallið hefur til við umönnun hins veika (t.d. notaðir ælupokar, óhreinar þurrkur) er sett í lokaðan poka sem fer í almennt sorp.
 10. Mengaður fatnaður er settur í lokaðan poka og má þvo á hefðbundinn hátt í þvottavél.
 11. Upplýsið aðstandendur ef við á.
 12. Aðstoðarfólk sem sinnti viðkomandi skal fara í hreinan vinnufatnað eftir að það hefur lokið störfum. Óhreinan vinnufatnað má þvo í þvottavél (60° hiti drepur veiruna).