Skip to main content
Umsögn

8. Þrif á svæði þar sem veikur einstaklingur hefur dvalið

By 8. október 2020No Comments

Þrif hefjast um leið og hinn veiki er farinn úr rýminu. Svæðið er þrifið samkvæmt fyrirmælum SVL [PDF]. Starfsmenn skulu hafa lokið viðeigandi þjálfun við að klæðast og afklæðast hlífðarbúnaði, ásamt viðeigandi frágangi/förgun. Ekki er vitað hve lengi Kórónaveira getur lifað í umhverfinu (klukkustundir eða dagar). Það fer m.a. eftir yfirborðsfleti, raka- og hitastigi.

Eigin smitgát þeirra sem þrífa svæði eftir COVID-19

 1. Beita skal grundvallarsmitgát við þrif vegna gruns um COVID-2019 sýkingu.
 2. Við þrifin skal nota eftirfarandi hlífðarbúnað:
  • Einnota hanska (tvenn pör)
  • Einnota hlífðarslopp
  • Veirumaski og hlífðargleraugu eru sett upp ef hætta er á að sóttmengað efni berist í andlit.
 3. Að verki loknu skal setja notaðan hlífðarbúnað í plastpoka sem er lokaður tryggilega, og má fara í almennt sorp.
 4. Hendur eru þvegnar og sprittaðar strax og búið er að ganga frá hönskum í lokaðan poka sem má fara í almennt sorp.
 5. Farið í hreinan vinnufatnað að verki loknu. Óhreinan fatnað má þvo í þvottavél.

Þrif á svæði sem grunað er að vera mengað af smitefni

 1. Þrífa skal svæðið þar sem hinn veiki dvaldi og nánasta umhverfi.
 2. Ekki má nota þrýstiloft, s.s. háþrýstidælur á stétt, það getur þyrlað smitefni út í andrúmsloftið.
 3. Sóttmengað svæði er afmarkað og umgengni annarra er beint frá.
 4. Hafið tiltækan poka fyrir sorp.
 5. Nota skal samþykkt hreinsi- og sótthreinsiefni (t.d. spritt eða 1% virkon). Notið réttan styrkleika.
 6. Bréfaþurrkur eru notaðar til þess að hreinsa upp sýnileg spilliefni. Skiptið um hanska ef á þá fer mengað efni.
 7. Fyrst er þvegið með sápulegi og að því búnu farið yfir með sótthreinsunarefni (t.d. spritt eða 1% virkon).
 8. Fyrst er þrifið efst og haldið áfram niður á við. Byrjið á því að dreifa sápulegi yfir svæðið með bréfaþurrku eða úðara. Þegar allt svæðið hefur verið þakið sápulegi eru bréfaþurrkur notaðar til að þurrka upp og settar í poka sem er lokað og má fara í almennt sorp. Síðan er allt svæðið þakið pappírsþurrkum og vætt í pappírsþurrkunum með spritti eða 1% virkon. Bíðið þann tíma sem leiðbeiningar framleiðanda segja til um og þá eru þurrkurnar fjarlægðar og settar í lokaðan poka sem má fara í almennt sorp. Að lokum er svæðið skolað með heitu (60°) vatni og þurrkað að því búnu.
 9. Pappír og öðrum einnota vörum af svæðinu þar sem hinn veiki dvaldi er einnig hent í poka sem má fara í almennt sorp.
 10. Á milli svæða skal skipta um þvottaklúta og þeir settir að verki loknu í poka sem má fara í almennan þvott.
 11. Á svæðum sem hinn veiki notaði skal þrífa eftirfarandi:
  • Hurðarhúna og læsingarbúnaður á hurð.
  • Krana og vaska.
  • Veggi sem liggja að rúmi, salerni og vaski.
  • Salerni og umhverfi þess.
 12. Hlífðarbúnaður og hanskar fara að verki loknu í poka og í almennt sorp.

Næsti kafli   Efnisyfirlit